-1.1 C
Selfoss

Sundlaugin í Hveragerði lokuð vegna stíflu í gufulögn

Vinsælast

Sundlaugin í Hveragerði hefur verið lokuð frá því á föstudaginn í síðustu viku vegna bilunar sem kom upp í gufulögn sem liggur neðan úr bæ og upp í sundlaugina.
Starfsmenn frá Veitum ehf. vinna að viðgerð og er búið er að grafa svæði í sundur austan við sundlaugina og niður með henni. Búið er að skipta um lagnir á 30 metra kafla en ekki komast fyrir stíflunina. Fyrr í dag var ákveðið að tappa vatni af lauginni þar sem frekari viðgerða er þörf. Fossaði því vatnið úr lauginni niður með girðingunni og í ána fyrir neðan. Að sögn Hauks Þorvaldssonar hjá Veitum er fullur þrýstingur á gufu í Hveragerði nema upp eftir þar sem sundlaugin er. Áfram verður unnið að viðgerð.
Myndirnar hér á síðunni tók Helena.

Nýjar fréttir