Opinn íbúafundur um hönnun útivistarsvæða miðsvæðis á Selfossi var haldinn síðastliðinn laugardag á Hótel Selfossi. Þar gátu íbúar m.a. rætt hugmyndir um Sigtúnsgarð, Tryggvagarð og leikvöll við Heiðarveg.
Sérstakur samráðshópur sem í eiga sæti fulltrúar sveitarfélagsins, hverfisráðs Selfoss, ungmennaráðs og öldungaráðs Árborgar, hefur fundað með Hermanni Ólafssyni landslagsarkitekt hjá Landhönnun lsf. sem sér um hönnunarvinnuna.
Unnið verður úr hugmyndunum sem fram komu á íbúafundinum. Einnig er fyrirhugað að funda sérstaklega með þeim aðilum sem standa að bæjarhátíðum og öðrum viðburðum í Sigtúnsgarðinum.