-2.2 C
Selfoss

Dagur tónlistarskólanna á laugardaginn

Vinsælast

Á Íslandi eru starfandi um 90 tónlistarskólar. Hjá þeim starfa um 900 kennarar og nemendur eru um 15.000 talsins. Í skólunum eiga nemendur kost á fjölbreyttu tónlistarnámi. Skólarnir gegna mikilvægu hlutverki í menningarlífi hvers byggðarlags. Dagur tónlistarskólanna er annan laugardag í febrúarmánuði ár hvert. Í tilefni hans efna tónlistarskólarnir til hátíðar hver á sínum stað. Meðal viðburða má nefna opið hús, tónleika, hljóðfærakynningar og ýmis konar námskeið. Þá heimsækja nemendur einnig aðra skóla, vinnustaði og heilbrigðisstofnanir í þeim tilgangi að flytja tónlist.

Í tilefni Dags tónlistarskólanna, stendur Tónlistarskóli Árnesinga fyrir fjölbreyttu tónleikahaldi.

Laugardagur 17. febrúar
Kl. 11:00 / Félagsheimilið Árnesi: Nemendur úr Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi.
Kl. 12:30 / Þorlákskirkja: Nemendur úr Ölfusi, frá Stokkseyri og Eyrarbakka.
Kl. 15:00 / Aratunga: Nemendur úr Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi og Hrunamannahreppi.
Kl. 15:00 og kl. 17:00 / Eyravegur 9, Selfossi: Nemendur frá Selfossi.

Föstudagur 23. febrúar
Kl. 17:30 / Hveragerðiskirkja: Nemendur úr Hveragerði og Ölfusi.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Nýjar fréttir