-8 C
Selfoss

Kvenfélagskonur ósáttar með vöruúrval Kr. búðarinnar í Vík

Vinsælast

Kvenfélagskonur í Vík í Mýrdal sendu í gær Kristni Skúlasyni, rekstrarstjóra Krónunnar, bréf þar sem þær lýstu óánægju sinni með vöruúrval í nýrri verslun Krónunnar (Kr. verslun) í Vík. Þær segja m.a. að mikið skorti á almenna heimilisvöru í versluninni. Sem dæmi hafi ekki verið hægt að versla í jólamatinn og allt sem heiti hátíðamatur sé ekki til. Einnig vanti mikið af dagvörum fyrir venjuleg heimili og að allt sé miðað við ferðamenn. Þá gefa þær grænmetisborðinu ekki háa einkunn.

Bréfið sem kvenfélagskonurnar sendu er svohljóðandi:

Kaupás
Kristinn Skúlason

Ástæða þessa skrifa er staða verslunnarmála hér í Vík.

Eins og þú þekkir vel sjálfur þá urðu breytingar á verslun Kaupáss hér í Vík á síðasta ári. Áður höfðum við Kjarval og vorum orðin nokkuð sátt við það sem við höfðum. Vöruverð hafði lækkað og við gátum verslað hér í heimabyggð flest það sem okkur vantaði til daglegs heimilishalds. Það hafði dregið verulega úr því að fók héðan færi í sérstakar verslunarferði til að komast í Bónus eða Krónu verslanir og flestir sáttir. Við hlökkuðum til að fá nýja og enn stærri búð og töldum að þetta væri framfaraspor fyrir okkur íbúa hér, þar sem helstu vandræði okkar voru hversu búðin var lítil og einlega ekki pláss fyrir alla þá sem lögðu leið sýna í verslunina. En svo kom nýja búðin og vonbrigðin eru mikil. Vissulega er búðin stór og „flott“, en hvað er svo þar innandyra? Jú, í versluninni er mikið magn af hverskyns vöru sem þjónar ferðmönnum vel, skyndiréttir alls konar og núðlur í miklu úrvali. Við sem hér búum erum hins vegar ekki eins ánægð og vonir okkar stóðu til. Mikið skortir á almenna heimilisvöru og t.d. gátum við ekki verslað neitt í jólamatin þar nema ef við vildum kjúkling. Allt sem heitir hátíðarmatur t.d. hamborgarhryggur eða einhverjar aðrar steikur, ekki til. Dagvörur t.d. brauðskinka er mjög oft ekki til en við getum vissulega valið af æði mörgum tegundum af innfluttri hráskinku. Ekki beinlínis það sem maður notar dagsdaglega ofan á brauð. Mjólkurkælirinn er líka mjög sérstakur og gengur illa að fá þar vörur sem „venjulegt“ heimili vill. Nú er Þorrin og hefur ekki verið hægt að fá hefðbundinn þorramat nema í mjög litlu mæli og úrvalið eftir því. Það nefnilega gerir lítið fyrir okkar samfélag þó að það komi tvær fötur af súrmat í veslunina. Þá er algerlega ólíðandi að það skuli gerast að nær allt í ávaxta- og grænmetishlutanum sé skemmt og jafnvel leggur stundum myglufýluna yfir þann hluta verslunarinnar. Á facebook síðu okkar hér heimamanna „Víkí-pedia“ er innlegg frá 4. desember 2017 þar sem íbúar hér hafa líst skoðunum sínum á versluninni og þar hafa einnig birst æði oft myndir af tómum hillum í versluninni, eða eins og við segjum þá eru „Rússneskir dagar“. Í dag er sprengidagur þegar flestir Íslendingar borða saltkjöt og baunir, nema hvað við hér í Vík fáum sennilega núðlur og hráskinku í matinn í dag, alla vega ekki saltkjöt, ef við ætluðum að versla í heimabyggð. Því er staða íbúa í Vík núna þannig að aftur er fólk farið að fara í verslunarfeðir til að versla til heimilisins, en munirinn er þó sá að núna fer fólk í Bónus en ekki í Krónuna því að við erum mjög svekkt út í það fyrirtæki og hvernig okkur finnst komið framm við okkur.

Með von um einhverjar úrbætur.

Vík 13.02. 2018

Félagar í Kvennfélagi Hvammshrepps í Vík í Mýrdal.

Nýjar fréttir