-0.5 C
Selfoss

Hellirinn, Skjálftaskjól og Þrykkjan komust áfram

Vinsælast

Árlega er haldin undankeppni söngkeppni félagsmiðstöðva á Suðurlandi fyrir stóru Samfés keppnina. Á þeirri keppni koma fulltrúar allra landshluta saman til keppni. Félagsmiðstöðvarnar á Suðurlandi eru samtals 12 og tóku 11 þeirra þátt í keppninni í ár. Keppnin var haldin í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Félagsmiðstöðin Zetor í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi sá um að halda keppnina í ár. Um 300 ungmenni á aldrinum 13–15 ára mættu á svæðið en USSS er stærsti viðburður sem haldinn er ár hvert á vegum félagsmiðstöðvanna. Söngkeppnin og ballið á eftir fór vel fram og voru ungmennin öll félagsmiðstöðvum sínum til mikils sóma. Þegar keppninni lauk tóku félagarnir JóiPé og Króli ásamt dj. Ívari við og sáu þeir til þess danshæfileikar allra ungmennanna fengu að njóta sín.

Aron Birkir Guðmundsson frá Hellinum á Hellu. Mynd: Stefán Þorleifsson.

Viðburður sem þessi er frábær vettvangur fyrir unga söngvara og annað tónlistarfólk til að láta ljós sitt skína á sviðinu. Atriðin voru skemmtilega fjölbreytt og óhætt að segja að Suðurland sé ríkt af hæfileikaríkum einstaklingum sem eiga framtíðina fyrir sér í tónlist.

Atriðin sem komust áfram voru Skjálftaskjól frá Hveragerði með lagið Man in the mirror, Hellirinn á Hellu með lagið Tears in heaven og Þrykkjan frá Höfn í Hornafirði með lagið Belive. Þessi atriði taka svo þátt í söngkeppni Samfés sem haldin verður í lok mars og óskum við þeim góðs gengis.

Við hjá Zetor erum alsæl eftir þennan frábæra dag og þökkum öllum þeim sem að þessum viðburði komu kærlega fyrir komuna og aðstoðina.

Nýjar fréttir