7.8 C
Selfoss

Byggt við kaupfélagshúsið á Hvolsvelli

Vinsælast

Um þessar mundir standa yfir miklar framkvæmdir við gamla kaupfélagshúsið við Aust­urveg á Hvolsvelli. Sveitar­fél­ag­ið Rangárþing eystra, sem stend­ur að framkvæmd­unum ásamt verktakanum Jáverki, keypti hús­ið og yfirráð að landi miðbæj­ar­ins af Reitum ehf. fyr­ir nokkrum árum.

Í húsnæðinu, sem nú er lokað vegna framkvæmdanna, verður ný lágvöruverðsverslun Krón­unn­ar og er stefnt að því að opna hana fyrir páska. Á efri hæðinni verður ráð­hús sem rúmar alla skrifstofu­starfsemi sveitarfélags­ins. Einnig verða þar ýmsar skrifstofur og þjónustufyrirtæki og er húsnæðið nánast uppselt. Enn er laust um 50 m² húsnæði á fyrstu hæð sem gefur möguleika á margþættari starfsemi. Heildar­rýmið er rúm­lega 2500 m².

Að fá lágvöruverðsverslun á Hvols­völl er gamalt baráttumál íbúa hér­aðsins og hef­ur án efa mikil efna­hags­leg áhrif fyrir alla, heimamenn jafnt sem ferðamenn sem hafa verið ört vaxandi hópur undanfarin misseri.

Nýjar fréttir