2.3 C
Selfoss
Home Fréttir 112 dagurinn er á sunnudaginn

112 dagurinn er á sunnudaginn

0
112 dagurinn er á sunnudaginn

Sunnudaginn 11. febrúar nk. er 112 dagurinn og verður hann haldinn hátíðlegur um allt land. Með honum er vakin athygli á starfi Neyðarlínunnar og þeirra fjölmörgu viðbragðsaðila sem starfa hér á landi.

Af því tilefni ætla félagar í Hjálparsveit skáta Hveragerði að vera með opið hús á sunnudaginn kl. 13–15 í hjálparsveitarhúsinu að Austurmörk 9 í Hveragerði. Þar gefst bæjarbúum og öðrum áhugasömum gefst kostur á að kynna sér húsakynni, tækjabúnað og starf sveitarinnar. Klifurveggurinn verður opinn og kaffiveitingar í boði.