-0.5 C
Selfoss

Unnið að hönnun Miðbæjargarðsins á Selfossi

Vinsælast

Vinna við hönnun á Miðbæjargarðinum á Selfossi er komin í gang, en bæjarstjórnin ákváðað að taka undir fleiri opin svæði miðsvæðis í bænum. Hönnunin var boðin út og haft þar undir Tryggvagarður, Sigtúnsgarður og róluvöllurinn við Heiðarveg sem er stór leikvöllur en lítið notaður. Búið er að semja við Hermann Ólafsson hjá Landhönnun og skipa starfshóp til að vinna með honum. Framundan er opinn íbúafundur sem verður væntanlega haldinn um miðjan febrúar. Þar geta allir, ungir sem aldnir, komið með hugmyndir sem unnð verður úr og notað við hönnunina.

Að sögn Ástu Stefánsdóttur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins er deiliskipulagið í nýja miðbænum á lokastigi og klárast vonandi fljótlega. „Það komu athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Margar þeirra sneru að afmörkun lóða og lóðamörkum og við höfum verið að vinna úr því. Þegar því lýkur fer það fyrir skipulags- og bygginganefnd og þá þurfa framkvæmdaaðilar líka að sýna fram á fjármögnun. Við höfum fengið endurskoðunarfyrirtæki til að staðfesta hvort ákvæði samnings um fjármögnun séu uppfyllt. Það mun skýrast fljótlega. Þegar það klárast ætti ekkert að vera að vanbúnaði þegar skipulagið hefur fengið staðfestingu hjá Skipulagsstofnun, til þess að hefja framkvæmdir.“ Að sögn Ástu hafa verið gerðar breytingar á skipulagstillögunni í samræmi við athugasemdir. Hún segir að Miðbæjargarðurinn minnki t.d. ekkert frá því sem hann er núna. Lögunin breytist þó aðeins.

Nýjar fréttir