-0.5 C
Selfoss
Home Fréttir Fjórir sækjast eftir embætti vígslubiskups í Skálholti

Fjórir sækjast eftir embætti vígslubiskups í Skálholti

0
Fjórir sækjast eftir embætti vígslubiskups í Skálholti

Síðastliðinn föstudag hófst svo­­kölluð tilnefning í kjöri til vígslu­biskups í Skálholti og stendur hún til hádegis miðvikudaginn 7. febrúar. Þeir þrír einstaklingar sem flestar tinefningar fá verða síðan í kjöri til vígslu­biskups

Kjörstjórn þjóðkirkjunnar ógilti á síðasta ári kosningu til vígslubiskups þar sem í ljós kom að val kjör­manna í a.m.k. 41 af 164 sókn­um í Skál­holts­udæmi var ábóta­vant.

Fjórir prest­ar sæk­ast eft­ir til­­nefn­ing­um, þeir sömu og við fyrra kjörið, það eru Axel Árna­son Njarðvík, Ei­rík­ur Jó­hanns­son, Kristján Björns­son og Jón Helgi Þór­ar­ins­son.

Kosning til vígslu­biskups í Skálholti fer síðan fram dag­ana 9. mars til 21. mars næst­kom­andi.