3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Umf. Ásahrepps tekið af skrá hjá HSK

Umf. Ásahrepps tekið af skrá hjá HSK

0
Umf. Ásahrepps tekið af skrá hjá HSK

Á fundi stjórnar HSK þann 9. janúar sl., var ákveðið að víkja Umf. Ásahrepps úr HSK með vísan í lög sambandsins.

Í 6. grein laga HSK er kveðið á um skyldur félaga sem eru í hreyfingunni.
„Aðildarfélögum HSK er skylt að halda aðalfund árlega og senda ársreikning til stjórnar HSK að fundi loknum.
Fyrir 15. apríl ár hvert ber félögum að skila starfsskýrslu á forriti sem ÍSÍ og UMFÍ leggur til.  Félögum ber að greiða skatt til HSK fyrir hvern skattskyldan félagsmann, 7 ára og eldri, samkvæmt ákvörðun héraðsþings.  Ef félag stendur ekki við þessar skuldbindingar, telst það ekki starfandi og skal stjórn HSK þá vísa því úr sambandinu að undangenginni aðvörun.
Stjórn HSK skal tilkynna héraðsþingi um brottfellingu félaga samkvæmt þessari grein.
Óski félag sem fellt hefur verið úr sambandinu samkvæmt þessari grein að nýju eftir aðild að HSK skal fara með umsóknina samkvæmt 4. grein.”

Á fundi stjórnar HSK 16. janúar 2017 var ákveðið að senda þeim félögum sem uppfylla ekki ákvæði 6. greinar laga Héraðssambandsins Skarphéðins formlega aðvörun. Það var gert með bréfi til Umf. Ásahrepps 19. janúar 2017.

Stjórn félagsins var beðin um að ganga frá sínum skuldbindum fyrir 1. mars 2017. Þá var tekið fram að ef ekkert yrði að gert myndi félaginu verða vikið úr sambandinu um næstu áramót, þ.e. 31. desember 2017. Engin svör bárust frá félaginu fyrir tilskilinn frest.

Stjórn HSK þakkar Umf. Ásahrepps samstarfið á liðnum áratugum. Félaginu er velkomið að sækja um aðild að nýju, ef aðstæður breytast og vilji er til þess hjá félagsmönnum.