-1.1 C
Selfoss

Vel heppnuð ferð leikskólabarna á Skeiðvelli

Vinsælast

Hverjum leikskóla er það mikilvægt að eiga sér velgjörðarfólk í sínu nærsamfélagi og erum við starfsfók og börn í Leikskólanum á Laugalandi lánsöm að eiga fjölmarga slíka meðal einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka hér á svæðinu.

Kata staðarhaldari á Skeiðvöllum segir börnunum frá starfinu.

Einn þessara vina okkar er fólkið á Skeiðvöllum en þar er rekin alhliða þjónusta allan ársins hring varðandi flest allt sem tengist íslenska hestinum. Á dögunum, nánar tiltekið í nóvember síðastliðnum, þáðum við heimboð frá Skeiðvöllum, einmitt í þeim tilgangi að kynnast íslenska hestinum og umhirðu um hann betur, en síðast var farið í slíka kynnisferð haustið 2015. Tveir elstu árgangarnir fóru ásamt kennurum og tók Kata staðarhaldari á móti okkur. Þess má geta að hún starfaði um skeið á Leikskólanum Laugalandi áður en hún hellti sér á fullu út í rekstur á sínu fyrirtæki.

Börnin fengu að mála skeifur í lok heimsóknarinnar.

Ferðin var afar vel heppnuð og eftir fræðslu um íslenska hestinn gafst börnunum kostur á að prófa reiðhöllina og er skemmst frá því að segja að allir skelltu sér á bak og tóku einn hring. Að því loknu var boðið upp á hressingu í veitingastofunni þar sem börnin fengu skeifur til þess að mála að vild.

Aðstaðan á Skeiðvöllum er til fyrirmyndar í alla staði og þökkum við af heilum hug fyrir velvild í garð leikskólans og frábærar móttökur. Það er nauðsynlegt fyrir börnin að kynnast sínu nærumhverfi vel og svona ferðir eru mjög góð leið til þess.

Steindór Tómasson leiðbeinandi.

Nýjar fréttir