2.3 C
Selfoss
Home Fréttir Samband sunnlenskra kvenna 90 ára á þessu ári

Samband sunnlenskra kvenna 90 ára á þessu ári

0
Samband sunnlenskra kvenna 90 ára á þessu ári

Samband sunnlenskra kvenna var stofnað í Þjórsártúni 30. september árið 1928 og fagnar því 90 ára afmælisári sínu á þessu ári. Á formannafundi SSK í nóvember sl. kom fram tillaga frá Margréti Tryggvadóttur formanni Kvenfélagsins Einingar á Hvolsvelli um að kvenfélögin í SSK skrifuðu á afmælisárinu, stutta pistla í Dagskrána [og á dfs.is] um það fjölbreytta starf sem fram fer í félögunum. Kvenfélögin í SSK eru 25 með rúmlega 900 félaga og nær sambandssvæðið yfir Árnes- og Rangárvallasýslu.

SSK mun minnast 90 ára afmælisins á ýmsan hátt m.a. verður farin ferð til Hollands í byrjun maí til fundar við hollenskar kvenfélagskonur sem hafa komið í tvígang hingað í heimsókn, einnig verður samkoma í haust, á afmælisdaginn.

Fyrsti pistillinn leit dagsins ljós í Dagskránni sem kom út í þessari viku og er hann frá fjölmennasta kvenfélaginu á svæðinu Kvenfélagi Selfoss.

Elinborg Sigurðardóttir formaður SSK