2.3 C
Selfoss

Ný slökkvistöð við Árnes tekin í notkun

Vinsælast

Föstudagurinn 19. janúar sl. var merkur dagur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en þá var ný slökkvistöð við Árnes tekin í notkun. Slökkvistöðin er hin glæsilegasta og vel útbúin. Í stöðinni er meðal annars aðstaða til kennslu og þjálfunar.

Með þessum merka áfanga er mikið framfaraskref tekið í brunavörnum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Virkjanamannvirki á Þjórsár- og Tungnársvæðinu munu jafnframt njóta góðs af slökkvistöðinni og tilheyrandi liði og búnaði. Húsnæðið sem hýsir slökkvistöðina er hluti af stærra iðnaðarhúsnæði. Í öðrum hlutum þess mun verða starfrækt kjötvinnsla og áhaldahús hreppsins. Auk þess verður Landstólpi ehf. með hluta af sinni starfsemi þar. Búnaðarfélag Gnúpverja er byggingaraðili hússins.  Landstólpi ehf. sá um byggingu þess.

Nýjar fréttir