2.3 C
Selfoss

Nemendur í FSu gáfu ferðasöfnunarfé í Sjóðinn góða

Vinsælast

Nokkrir nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurlands í áfanganum „English in real life“ fóru á haustönn í námsferð til Englands ásamt kennara sínum, Ingunni Helgadóttur og kennaranum Kristjönu Hrund Bárðardóttur. Markmið áfangans var að nemendur fengju að vinna með hagnýta ensku, hvernig eigi að fylla út umsóknir, sækja um vinnu og allt sem tengist því að ferðast til enskumælandi lands og fleira.

Frá upphafi annar og þar til að lagt var af stað út í heim, höfðu nemendur unnið hörðum höndum við að safna sér fyrir ferðinni. Að lokinni ferð uppgötvaðist að afgangur hefði verið af söfnunarfénu og ákvað hópurinn því að gefa hann til góðgerðarmála. Þar sem jólin voru á næsta leiti og vitað að margir eiga um sárt að binda á þessum tíma, var sú ákvörðun tekin að gefa peninginn í Sjóðinn góða sem veitir fólki fjárhagsaðstoð fyrir jólin. Það var sr. Guðbjörg Arnardóttir prestur í Selfosskirkju sem tók á móti gjöfinni fyrir hönd sjóðsins.

Nýjar fréttir