-1.1 C
Selfoss

Undirbúningsvinna hafin vegna nýs skóla í nýju hverfi á Selfossi

Vinsælast

Stofnaður hefur verið undirbúningshópur og einnig stærri hópur ýmissa aðila úr skólasamfélaginu vegna nýs skóla sem á að byggja í svokölluðu Björkustykki á Selfossi. Hópurinn vinnur að undirbúnings– og hugmyndavinnu út frá ferlinu Frá hinu almenna til hins sérstæða (Design Down Process) sem kallar á aðkomu og þátttöku margra, svo sem nemenda, foreldra, kennara, fulltrúa nærsamfélags og atvinnulífs.

Þegar hafa nokkrir fundir verið haldnir og skoðunarferð farin til Reykjavíkur þar sem hópurinn fékk kynningu á Norðlingaskóla, Sæmundarskóla og Dalskóla. Hópurinn hefur þegar sammælst um það að leggja áhersla á góða virkni byggingarinnar í Björkurstykki og hugsa hana vel út frá þörfum nemenda. Nýlega fékk hópurinn kynningu frá Helga Arnarsyni, sviðsstjóra, á teikningum og undirbúningsvinnu að nýjum skóla í Reykjanesbæ sem nefndur hefur verið Stapaskóli. Birna Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin til að leiða þessa vinnu fram á vor en hún hefur mikla reynslu af slíkri vinnu hjá Reykjavíkur­borg og víðar.

Eftirtaldir einstaklingar sitja í undirbúnings– og vinnuhópnum: Sandra Dís Hafþórsdóttir, Magnús Gíslason, Arna Ír Gunnarsdóttir, Eyrún B. Magnúsdóttir, Þorsteinn Hjartarson,  Birgir Edwald, Gísli Felix Bjarnason, Ragnheiður Guðný Magnúsdóttir, Hrund Harðardóttir, Sigurður Ástgeirsson, Óðinn K. Andersen, Kristrún Hafliðadóttir, Vanessa María Pétursdóttir, Kristín Ósk Guðmundsdóttir, Hermann Örn Kristjánsson, Gunnar Bragi Þorsteinsson, Ólafur Tage Bjarnason, Guðrún Þóranna Jónsdóttir og Bragi Bjarnson.

Nokkrir hugarflugsfundir verða haldnir nú á vorönn og ef fleiri hafa áhuga á þátttöku kemur vel til greina að stækka hópinn.

Nýjar fréttir