Bókabæirnir austanfjalls bjóða upp á fróðlega og skemmtilega umfjöllun um jólabækurnar í þessari viku. Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur og lektor við HÍ kemur á bókasöfnin í Ölfusi, Selfossi og Hveragerði og ræðir um bækurnar sem komu út fyrir þessi jól.
Jón Yngvi er líka listakokkur og skrifaði m.a. bók sem heitir „Hjálp, barnið mitt er grænmetisæta!“ Jón Yngvi verður í Bókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn í kvöld miðvikudaginn 17. janúar kl. 20, í Bókasafni Árborgar Selfossi á morgun fimmtudaginn 18. janúar kl. 17:30 og í Bókasafninu í Hveragerði sama dag þ.e. fimmtudaginn 18. janúar kl. 20. Allir eru velkomnir.