-8.3 C
Selfoss

Tveir styrkir veittir úr Vísinda- og rannsóknarsjóði Suðurlands

Vinsælast

Þann 11. janúar síðastliðinn voru veittir styrkir til náms úr Vísinda- og rannsóknarsjóði Suðurlands. Styrkþegar að þessu sinni voru tveir og fengu hvor um sig 750.000 kr.

Annars vegar var það Sigríður Jónsdóttir til að vinna að MA verkefni sínu „Beittar uppgræðslur á hálendi Íslands, – reynsla bænda, aðferðir og árangur“. Markmið verkefnis hennar er að afla þekkingar meðal bænda, sem hafa unnið að uppgræðslu á hálendinu, til að geta nýtt og miðlað þekkingu þeirra á skilvirkari hátt en nú er gert.

Hins vegar Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir til að vinna að MA verkefni sínu „Málefni Breiðamerkursands og evrópski landslagssáttmálinn“. Markmið verkefnis hennar er að kanna hvaða áhrif evrópski landslagssáttmálinn gæti haft á málefni Breiðamerkursands.

Nýjar fréttir