-1.6 C
Selfoss

Alþjóðlegt listavinnusetur á Eyrarbakka

Vinsælast

Saga, alþjóðlegt listavinnusetur sem tímabundið dvelur á Eyrarbakka, verður með opnar vinnustofur á morgun þriðjudaginn 16. janúar klukkan fimm. Listamennirnir sem koma alls staðar að úr heiminum hafa eytt síðustu átta dögum í að kynnast mannlífinu og náttúrunni á Eyrarbakka. Sjálfbærni og samfélagsbreytingar hafa verið í brennidepli í ár og hafa listamennirnir verið að vinna með unglingum í grunnskólanum á Eyrarbakka, eldri borgurum á Sólvöllum og öðrum íbúum bæjarins. Meðal verka sem verða afhjúpuð eru videoverk, tónlist, veggmynd, leynistaða gjörningur og performance sunnan við girðinguna á Litla-Hrauni sem byrjar klukkan hálf sjö.

Listamenn vinnustofunnar taka á móti gestum og gangandi hjá Bakka Hosteli klukkan fimm og má þar finna upplýsingar um staðsetningar verkanna. Sum verkanna eru utandyra og er því gott að koma vel klæddur fyrir stutta göngutúra á milli staða. Frekari upplýsingar má finna á facebook síðu listasetursins Saga movement. Hlekkur: https://www.facebook.com/WeAreTheSagaMovement

Nýjar fréttir