2.3 C
Selfoss

Undirbúningur fyrir hönnun útivistarsvæða miðsvæðis á Selfossi

Vinsælast

Fjör í Sigtúnsgarðinum á 17. júní 2016. Mynd: ÖG.

Auglýst hefur verið eftir tilboðum í hönnun útivistarsvæða miðsvæðis á Selfossi, þ.e. Sigtúnsgarðs, Tryggvagarðs, róluvallar við Heiðarveg og jaðarsvæðis á milli Kirkjuvegar og Sigtúns, meðfram Engjavegi.

Á fundi bæjarráðs Árborgar sem haldinn var 14. desember sl. var samþykkt samhljóða að skipa starfshóp um hönnun útivistarsvæða á Selfossi. Lagt var til að hópurinn fundi með hönnuði tvisvar til þrisvar á verktímanum. Að auki verður opinn íbúafundur með n.k. þjóðfundarsniði snemma í ferlinu. Lagt var til að hópurinn verði þannig samsettur: Einn fulltrúi hverfisráðs Selfoss, tveir fulltrúar ungmennaráðs Árborgar, einn fulltrúi öldungaráðs Árborgar, einn fulltrúi framkvæmda- og veitusviðs og einn fulltrúi íþrótta- og menningarnefndar, auk Eggerts Vals Guðmundssonar, bæjarfultrúa S-lista. Bragi Bjarnason og Ásta Stefánsdóttir munu starfa með hópnum. Þá verða fulltrúar hátíðarhaldara (Sumars á Selfossi og Kótelettunnar) jafnframt boðaðir á fund.

Nýjar fréttir