-1.6 C
Selfoss
Home Fréttir Nútímafjósum fjölgar í Rangárþingi eystra

Nútímafjósum fjölgar í Rangárþingi eystra

0
Nútímafjósum fjölgar í Rangárþingi eystra
Jóhann Jensson og Sigríður Björk Ólafsdóttir, ásamt dóttur þeirra Gunnheiði og Baldri Ólafssyni afa Sigríðar.

Mikil gróska er í byggingu nýrra fjósa og endurbóta á eldri fjósum í Rangárþingi eystra um þessar mundir. Hjónin Sigríður Björk Ólafsdóttir og Jóhann Jensson, á Fit 1 undir Eyjafjöllum, hafa lokið við byggingu á nýju fjósi og á sama hátt hafa þau hjónin Esther Sigurpálsdóttir og Sigurður Óli Sveinbjörnsson á Krossi í Landeyjum tekið í notkun nýtt nútímalegt fjós. Í tilefni þessa færði Ísólfur Gylfi, Pálmason sveitarstjóri, þessum bændum viðurkenn­ingarplatta fyrir hönd Rangárþings eystra.

Sigurður Óli Sveinbjörnsson
og Esther Sigurpálsdóttir bænd-
ur á Krossi í Landeyjum með viðurkenningarskjöldinn.