-1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Teitur Örn til sænsku meistaranna í sumar

Teitur Örn til sænsku meistaranna í sumar

0
Teitur Örn til sænsku meistaranna í sumar
Teitur Örn Einarsson, handknattleiksmaður Selfossi. Mynd: JÁE.

Hand­knatt­leiksmaðurinn Teitur Örn Einarsson, sem leikur með liði Sel­foss, hef­ur samið við sænsku meistarana í Kristianstad. Teitur mun ganga til liðs við fé­lagið í sum­ar eftir að Íslandsmótinu lýkur.

Teit­ur sem er 19 ára gam­all, uppalinn Selfyssingur, samdi við Kristianstad til árs­ins 2020. Hann verður jafnframt fjórði Íslend­ing­ur­inn sem leikur með félaginu. Fyr­ir eru þeir Arn­ar Freyr Arn­ars­son, Gunn­ar Steinn Jóns­son og Ólaf­ur Guðmunds­son. Teitur hefur allan sinn feril leikið með Selfossi.

Á heimasíðu Kristianstad segir íþróttastjóri félagins að þeir séu mjög ánægðir með að Teit­ur hafi ákveðið að koma til þeirra, „þrátt fyr­ir áhuga frá liðum í þýsku Bundeslig­unni.“ Þar segir enn fremur að hann sé gríðarlega hæfi­leika­rík­ur og að þeir sjái hann fyr­ir sér sem framtíðarmann. „Hann er afar kraft­mik­ill og hent­ar okk­ar leik­skipu­lagi full­kom­lega“.

Teit­ur Örn er sem stendur marka­hæsti leikmaður Olís­deild­ar­inn­ar en hann hef­ur skorað 107 mörk í 14 leikj­um með liði Sel­foss. Þá má geta þess að hann er hann í af­reks­hópi HSÍ m.a. sigraði lið Jap­ans fyrir skömmu.