3.9 C
Selfoss

Aníta Líf útnefnd íþróttamaður Hveragerðis 2017

Vinsælast

Aníta Líf Aradóttir, lyftingakona, var útnefnd íþróttamaður Hveragerðis 2017 í hófi sem fram fór í Listasafni Árnesinga þann 28. desember síðastliðinn.

Aníta Líf tók þátt í sínum stærstu alþjóðlegu mótum hingað til á liðnu ári, en mikil reynsla er af því taka þátt á heimsmeistaramóti. Það sem stóð upp úr á árinu var Norðurlandameistaratitill í -69 kg flokki. Keppnisferill Anítu er stuttur og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni.

Verðlaunahafar og fulltrúar verðlaunahafa ásamt Anítu Líf Aradóttur, íþróttamanni Hveragerðis 2017.

Eftirtaldið íþróttafólk var tilnefnt í kjöri íþróttamanns Hveragerðis 2017:
Aníta Líf Aradóttir, lyftingamaður ársins 2017
Dagný Lísa Davíðsdóttir, körfuknattleikskona ársins 2017
Fannar Ingi Steingrímsson, golfari ársins 2017
Hekla Björt Birkisdóttir, fimleikamaður ársins 2017
Kristján Valdimarsson, blakmaður ársins 2017
Kristrún Rut Antonsdóttir, knattspyrnumaður ársins 2017
Ragnar Ágúst Nathanaelsson, körfuknattleiksmaður ársins 2017
Úlfar Jón Andrésson, íshokkímaður ársins 2017

Einnig fengu átta íþróttamenn afhentar viðurkenningar fyrir að hafa orðið Íslands- eða bikarmeistari á árinu.

Nýjar fréttir