-5.8 C
Selfoss
Home Fréttir Sigfús Kristinsson sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Sigfús Kristinsson sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

0
Sigfús Kristinsson sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
Sigfús Kristinsson trésmiður á Selfossi með fálkaorðuna á Bessastöðum.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 1. janúar sl. Á meðal þeirra var Sunnlendingurinn Sigfús Kristinsson, trésmiður á Selfossi. Sigfús var sæmdur riddarakrossi fyrir framlag til atvinnulífs og iðn-mennta í heimabyggð.

Sigfús fæddist í Litlu-Sandvík 1932 og hóf störf í trésmíði árið 1950. Hann starfrækti frá 1961 byggingafyrirtækið Árborg ehf. Sigfús var mikilvirkur byggingaverktaki á Selfossi um árabil og byggði fjölda merkra bygginga þar og víðar, m.a. Vöruhús KÁ (Kjarnann), Fjölbrautaskóla Suðurlands, Íþróttahúsið á Laugarvatni og Sjúkrahús Suðurlands, svo fátt eitt sé nefnt.