-8.3 C
Selfoss

Kolbrún Lára er nýr formaður Ungmennaráðs UMFÍ

Vinsælast

„Ég hlakka mikið til komandi verkefna. Við sem sitjum í Ungmennaráði UMFÍ höfum mikið fram að færa enda mörg málefni í samfélaginu sem skipta ungt fólk máli. Við munum láta í okkur heyra,“ segir Kolbrún Lára Kjartansdóttir sem í gær tók við sem formaður Ungmennaráðs Ungmennafélags Íslands (UMFÍ). Thelma Rut Jóhannsdóttir var á sama tíma valin varaformaður ráðsins.

Kolbrún kom inn í Ungmennaráð UMFÍ árið 2012. Hún segist hafa lært mikið af setu í ráðinu. „Í ungmennaráði lærir fólk betri samskipti, hvernig ákvarðaferli gengur fyrir sig og hvernig skipuleggja á stóra viðburði. Allt þetta hef ég lært í Ungmennaráði UMFÍ,“ segir Kolbrún.

Ungmenni sem láta rödd sína heyrast
Í Ungmennaráði UMFÍ situr fólk á aldrinum 16-25 ára og er það umræðu- og samstarfsvettvangur ungmenna innan UMFÍ sem vill láta rödd sína heyrast. Ráðið er skipað í kjölfar sambandsþinga UMFÍ og situr eins og stjórn UMFÍ til tveggja ára í senn. Ráðið leggur áherslu á jafna skiptingu kynja, aldursdreifingu og búsetu. Fundir eru haldnir einu sinni í mánuði.

Ungmennaráð UMFÍ vinnur með stjórn UMFÍ í málefnum sem snerta ungt fólk. Stærsta verkefni Ungmennaráðs UMFÍ ár hvert er ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði sem haldin verður í mars.

Kolbrún tekur við sem formaður Ungmennaráðs UMFÍ af Aðalbirni Jóhannssyni.

Á myndinni eru þær Thelma og Kolbrún Lára á sínum endanum hvor. Á milli þeirra eru aðrir í Ungmennaráði UMFÍ. Það eru þau Guðrún Karen Valdimarsdóttir, Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, Eiður Andri Guðlaugsson, Sveinn Birgisson og Rebekka Karlsdóttir. Á myndina hér að ofan vantar Ástþór Jón Tryggvason, Eygló Hrund Guðmundsdóttur og Hauk Orra Kristjánsson.
Á myndinni eru þær Thelma og Kolbrún Lára á sínum endanum hvor. Á milli þeirra eru aðrir í Ungmennaráði UMFÍ. Það eru þau Guðrún Karen Valdimarsdóttir, Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, Eiður Andri Guðlaugsson, Sveinn Birgisson og Rebekka Karlsdóttir. Á myndina hér að ofan vantar Ástþór Jón Tryggvason, Eygló Hrund Guðmundsdóttur og Hauk Orra Kristjánsson.

 

Nýjar fréttir