-1.1 C
Selfoss

Tímamót í starfi Miðflokksins

Vinsælast

Tímamót voru í starfi Miðflokksins miðvikudaginn 13. desember sl. þegar fyrsta kjördæmafélag flokksins, Miðflokksfélag Suðurkjördæmis var stofnað á Selfossi. Mikill fjöldi sótti stofnfundinn víða að úr kjördæminu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis ávörpuðu fundinn.

Hlutverk kjördæmafélagsins nú í upphafi verður að styðja við félagsstarf innan Suðurkjördæmis, aðstoða við stofnun staðarfélaga og ýta úr vör í samráði við félagsmenn í kjördæminu undirbúningi fyrir sveitarstjórnarkosningar sem fram fara vorið 2018. Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í málefnastarfi flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 geta nú haft samband við stjórn félagsins í Suðurkjördæmi.

Stjórn og varamenn félagsins skipa Einar G. Harðarson formaður, Óskar H. Þórmundsson, Sverrir Ómar Victorsson, Margrét Jónsdóttir, Herdís Hjörleifsdóttir, Sigrún Gísladóttir Bates varaformaður, G. Svana Sigurjónsdóttir og Sæmundur Jón Jónsson.

Nýjar fréttir