-5 C
Selfoss

Erasmus+ verkefni Víkurskóla

Vinsælast

Víkurskóli tekur í annað sinn þátt í fjölþjóðlegu verkefni með öðrum  skólum í Evrópu og í þetta sinn eru það nemendur 9.-10. bekkjar. Erasmus + er verkefni sem einn skóli í Þýskalandi, Finnlandi, Grikklandi, Póllandi, Kanaríeyjum og Íslandi taka þátt í. Krakkar úr Víkurskóla fá tækifæri til að heimsækja krakka frá þessum löndum og vinna með þeim fjölbreytt verkefni. Verkefnið sem unnið er að heitir Respectful European Schools Pursue Equality And Cultural Tolerance, skammstafað R.E.S.P.E.C.T. Í þessu verkefni er verið að skerpa á að krakkar hætti ekki snemma í skóla, kynnist menningu í öðrum löndum, virði alla hvernig sem þeir eru, draga úr áhættu á einelti og stuðla að þátttöku nemenda í félagsstarfi.

Hópurinn sem fór til Póllands.
Hópurinn sem fór til Póllands.

Búið er að fara í tvær nemendaferðir til Póllands og Þýskalands. Reynslan hjá krökkunum sem fóru þessar ferðir er að þau lærðu mikið um samvinnu, voru að  kynnast nýju fólki og að bragða nýjan mat. Sumt var erfitt t.d. að gista heima hjá ókunnugum, borða mat sem maður er ekkert vanur og bara að vera að ferðast án foreldra í fyrsta skipti. Annað var afskaplega  gaman, að kynnast nýjum krökkum og vinna með þeim mismunandi verkefni sem þurfti svo að kynna í skólunum sem við heimsóttum.

Hópurinn sem fór til Þýskalands.
Hópurinn sem fór til Þýskalands.

Markmiðið með þátttöku skólans í þessu verkefni er að kenna krökkum að það er mjög ólík menning og mannlíf í öllum löndum og þar með minnka fordóma gagnvart öðrum þjóðum. Einnig að kynnast jafnöldrum frá mismunandi löndum og hafa gaman. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og við ráðleggjum öðrum skólum að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi.

Birna Sólveig Kristófersdóttir,
Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir,
Birgitta Rós Ingadóttir,
Tinna Elíasdóttir og
Kristín Ólafsdóttir
(nemendur 10.bekkjar Víkurskóla)

Nýjar fréttir