Ágæti Hollvörður Fjölbrautaskóla Suðurlands
„Hollverðir skólans“ þið eruð fleiri en skráðir eru í félagatali. Þið birtust og urðu sýnileg þegar unnið var að öflun fjár við endurreisn Verknámshússins á síðastliðnu ári. Hafi þið mikla þökk fyrir ómetanlegan stuðning við skólann. Það munar um hvern og einn sem stendur að baki þessari dýrmætu menningastofnun Suðurlands. Verkefni Hollvarða geta verið margvísleg. Bæði beinn fjárstuðningur og óbeinn stuðningur til framdráttar og velferðar skólans.
„Markmið samtakanna er annars vegar að auka tengsl FSu við fyrrum nemendur sína og aðra þá sem bera hag skólans fyrir brjósti, hins vegar að styrkja og efla skólann eftir fremsta megni, fjárhagslega eða á annan hátt, en einnig og ekki síst að rækta og alefla samband félagsfólks sín á milli“.
Styrkveitingar. Námsstyrkir að upphæð 3.255.000 kr. hafa verið veittir til 59 brottfarenda á síðastliðnum 16 árum. Þá hafa verið veittir styrkir til bókasafnsins, skólakórsins, söguskráningu skólans, sönglagakeppni, Videoupptökuvél o.fl.
Skráning á sögu skólans í tali og myndum. Hafin er hljóðritun viðtala við eldri starfsmenn skólans, sem upplifðu fyrstu starfsárin. Yfir 6.000 ljósmyndir úr sögu skólans hafa verið skannaðar. Hægt er að nálgast hluta af þeim á Youtube-síðu FSu.
Árgjöld 2016 greiddu 355 félagar og 44 fyrirtæki. Þetta er hópurinn sem stendur á bak við starfsemi samtakanna og gefur möguleika á að veita hina ýmsu styrki til skólans og nemenda hans. Árgjaldið hefur verið óbreytt í 16 ár. Fyrirtæki greiða 3.700 kr. en einstaklingar 1.000 kr. Reikningsnúmer Hollvarðasamtakanna er 1169-26-302, kt. 620302-3680.
fsu.is. Undir heimasíðu skólans fsu.is er vefur samtakanna og hefur Helgi Hermannsson, kennari við skólann og starfsmaður samtakanna, séð um þá síðu í samráði við stjórn. Skoða má síðuna undir liðnum „Samstarf” á fsu.is. en slóðin er http://www.fsu.is/is/um-skolann/samstarf/hollverdir.
Stjórn samtakanna
Hjörtur Þórarinsson formaður, Anna Árnadóttir gjaldkeri, Sigþrúður Harðardóttir ritari, Nanna Þorláksdóttir fulltrúi starfsmanna skólans og Þórunn Ösp Jónsdóttir fulltrúi nemenda.