-1.1 C
Selfoss

Gáfu heimagerða taupoka í Kjarval

Vinsælast

Nemendur í 2. bekk i Hvolskóla hafa undanfarið verið að fræðast um umhverfisvernd og þau spor sem við mannfólkið skiljum eftir okkur á jörðinni með neysluháttum okkar. Hvolsskóli hlaut nýverið Grænfánann í fimmta sinn og vinnur ötullega að umhverfismennt.

Nemendur annars bekkjar vildu hafa áhrif á samfélag sitt með því að minnka plastnotkun á heimili sínu, sem og öllu Rangárþingi eystra, og réðust því í það verkefni að útbúa fjölnota poka sem þau gefa viðskiptavinum Kjarval. Afraksturinn var tæplega 100 fjölnota pokar sem búnir voru til úr gömlum stuttermabolum sem þeim voru gefnir. Hér má sjá myndir sem sýna stolta nemendur sem fengu tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt.

Nýjar fréttir