Síðasta upplestrarkvöld jólaföstunnar í Bókakaffinu verður fimmtudagskvöldið 14. desember en þá mæta fimm rithöfundar og lesa úr þýðingum sínum og verkum. Húsið er opnað klukkan átta en lestur hefst hálfníu og stendur í klukkustund. Notaleg jólastund yfir kakóbolla.
Þau sem lesa eru: G. Jökull Gíslason með bók sína Föðurlandsstríðið mikla og María Mitrofanova þar sem rakin er saga seinni heimsstyrjaldarinnar á austurvigstöðvunum og saga Maríu sem nú býr í elli sinni á Íslandi en tók sem ung kona þátt í frækilegri framrás Rauða hersins. Björn Halldórsson sem les úr smásagnasafni sínu Smáglæpum en bókin hefur hlotið afar góða dóma. Guðfinna Ragnarsdóttir kynnir sem Sagnaþætti sína en þar eru í ættanna kynlega blandi margskonar magnaðar örlagasögur víðsvegar að af landinu. Dr. Pétur Pétursson kynnir þýðingar sínar á ljóðum Paul Murray sem er írskur dominikanamunkur og einn af merkari mystkerum kaþólsku kirkjunnar. Ingibjörg Elsa Björnsdóttir kynnir forvitnilegar þýðingar sínar á verkum Soffíu Tolstoj en bókin heitir Svar Soffíu. Soffía var eiginkona hins þekkta Leo Tolstoj og í einu verka sinna svarar hún fullum hálsi málflutningi eiginmanns síns um eiginkonuna og fjölskylduna. Verk Soffiu hafa ekki áður birst í íslenskri þýðingu.
Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.