-1.1 C
Selfoss

Góður fundur um stefnumótun ferðaþjónustu í Rangárþingi eystra

Vinsælast

Þriðjudaginn 5. desember sl. var haldinn opinn fundur í Litla salnum í Hvolnum þar sem unnið var að stefnumótun fyrir ferðaþjónustu í Rangárþingi eystra. Mjög góð mæting var á fundinn og almenn ánægja með að lagst sé af stað í þetta verkefni. Unnið var í hópum að því að greina ferðaþjónustuna og svæðið frá ýmsum hliðum, hugað að verkefnum og áskorunum sem liggja fyrir og farið svo í létta SVÓT greiningu.

Þau Þórður Freyr Sigurðsson hjá SASS og Guðlaug Ósk Svansdóttir hjá Háskólafélagi Suðurlands sáu um að stýra fundinum en þeim til aðstoðar voru þær Dagný Jóhannsdóttir hjá Markaðsstofu Suðurlands og Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi, Rangárþings eystra. Sláturfélag Suðurlands styrkti fundinn með gæðavörum.

Nýjar fréttir