2.3 C
Selfoss

Rétt viðbrögð í Hveragerði komu í veg fyrir stórtjón

Vinsælast

Eldur kom upp í þurrkara í íbúðarhúsnæði í Hveragerði síðastliðið föstudagskvöld. Þegar íbúar húsnæðisins urðu eldsins varir réðust þau með duftslökkvitæki gegn eldinum en það dugði ekki til. Þau lokuðu þá hurðinni að rýminu og komu sér hið snarast út og hringdu á Neyðarlínuna 112 og óskuðu eftir aðstoð slökkviliðs.

Þannig vildi til að slökkviliðsmaður hjá Brunavörnum Árnessýslu sem fékk útkallið var í næsta nágreni og var kominn á staðinn rétt eftir að útkallið barst. Hann mat aðstæður þannig að hann gæti á öruggan hátt farið inn með annað slökkvitæki og skotið á eldinn til þess að tefja fyrir útbreiðslu eldsins sem hann og gerði.

Slökkviliðsmenn frá starfsstöð Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði voru fljótir á vettvang á dælubíl og réðu að lokum endanlega niðurlögum eldsins með vasklegri framgöngu reykkafara.

Ljóst er að íbúar hússins hafa án efa komið í veg fyrir stórfellt tjón með sínu snarræði, þ.e.a.s. með því að hringja í 112 hið snarasta, hafa til taks slökkvitæki, nota það á réttann hátt og loka eldinn inni í rýminu þannig að súrefnisskortur skapaðist í umhverfi eldsins.

Frétt af facebook-síðu Brunavarna Árnessýslu.

Nýjar fréttir