5 C
Selfoss
Home Fréttir Jón R. slær í gegn á Ítalíu

Jón R. slær í gegn á Ítalíu

0
Jón R. slær í gegn á Ítalíu

Jón R. Hjálmarsson, líklega elsti metsöluhöfundur landsins, heldur áfram að slá í gegn á Ítalíu með bók sinni Þjóðsögur við þjóðveginn sem vermdi ítalska metsölulistann vikum saman í sumar. Bókin hefur notið feikilegra vinsælda á Ítalíu og var kynnt fyrir troðfullum sal á bókmenntahátíðinni í Mílanó fyrir skömmu við frábærar undirtektir og dynjandi lófaklapp. Silvia Cosimini, þýðandi bókarinnar, kynnti bókina og svaraði ótal spurningum.

Viðtal Silviu við Jón var ennfremur spilað á flennistórum skjám og er óhætt að segja að hinn 95 ára Jón R. Hjálmarsson hafi náð að heilla Ítali upp úr skónum!

Bókin Þjóðsögur við þjóðveginn er nýstárleg vegahandbók. Heimsóttir eru fjölsóttir staðir í alfaraleið, sem og nokkrir á fáfarnari slóðum. Jafnframt eru rifjaðar upp í endursögn ýmsar gamlar og kunnar þjóðsögur og sagnir sem ættaðar eru frá þessum stöðum.