4.5 C
Selfoss

Stofnfundur flokksfélags Miðflokksins í Suðurkjördæmi í Tryggvaskála

Vinsælast

Stofnfundur Miðflokksfélags Suðurkjördæmis verður haldinn í Tryggvaskála á Selfossi miðvikudaginn 13. desember næstkomandi, kl. 20:00.

Hlutverk kjördæmafélagsins nú í upphafi verður að styðja við félagsstarf innan Suðurkjördæmis, aðstoða við stofnun staðarfélaga og ýta úr vör, í samráði við félagsmenn í kjördæminu, undirbúningi fyrir sveitarstjórnarkosningar sem fram fara vorið 2018.

Sérstakir gestir fundarins verða þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Birgir Þórarinsson þingmaður Suðurkjördæmis.

Allir eru velkomnir. Fundarmenn eru hvattir til að taka með sér gesti.

Nýjar fréttir