-1.1 C
Selfoss

Hugmyndin kviknaði fyrir nokkrum árum

Vinsælast

Fyrirtækið ,The Cave People – Laugarvatnshellar, tók þátt í Startup Tourism, sérstökum viðskiptahraðli fyrir nýja hugmyndir og fyrirtæki í ferðaþjónustu.

Smári Stefánsson stofnandi Laugarvatnshella var spurður hvað fyrirtækið geri og hvenær hugmyndin hafi vaknað.

„Hugmyndin kviknaði fyrir nokkrum árum, en það var svo síðastliðið haust sem við ákváðum að kýla á þetta. Við endurbyggðum Laugarvatnshelli í þeirri mynd sem hann var í þegar búið var í honum fyrir um 100 árum. Nú tökum við á móti gestum og sýnum þeim hvernig hellisbúarnir bjuggu og segjum magnaða sögu þeirra.“

Hvernig gagnaðist Startup Tourism hraðallinn ykkar vegferð?
„Hann gagnaðist okkur mjög vel því þar fengum við tækifæri til að hitta fólk sem hafði staðið í sömu sporum og við og gat miðlað af reynslu sinni. Þetta gerði það að verkum að við gátum opnað aðeins hálfu ári eftir að við ákváðum að fara í þessa vegferð.“

Hvað ber framtíðin í skauti sér?
„Enn meiri þróun á vörunni okkar og líklega fleiri vörur tengdar upplifun okkar gesta á veruleika hellisbúanna.“

Nýjar fréttir