7.3 C
Selfoss
Home Fréttir Lögreglan með aukið eftirlit með ástandi ökumanna í desember

Lögreglan með aukið eftirlit með ástandi ökumanna í desember

0
Lögreglan með aukið eftirlit með ástandi ökumanna í desember

Tveir ökumenn eru grunaðir um að hafa ekið bifreiðum sínum undir áhrifum áfengis í liðinni viku. Eins og alltaf mun lögregla leggja aukna áherslu á eftirlit með ástandi ökumanna í umferðinni í desember en í gegn um árin hefur aðventan með tilheyrandi jólagleði leitt til þess að fleiri virðast laumast af stað á bílum sínum án þess að vera í ástandi til þess.

Alls voru 26 ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt í vikunni. Að venju ljúka þessir einstaklingar málum sínum með greiðslu sektar, flestir á vettvangi brots, og bætist sú upphæð við heildartölu álagðra sekta við embættið en hún nemur nú rúmlega 140 milljónum það sem af er árs. Hlutfall erlendra ferðamanna í þessum sektum er þannig að 1419 einstaklingar eru með íslenska kennitölu en 1425 eru án íslenskrar kennitölu.

Úr dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.