7.3 C
Selfoss
Home Fréttir Dróni truflaði flug þyrlu Landhelgisgæslunnar

Dróni truflaði flug þyrlu Landhelgisgæslunnar

0
Dróni truflaði flug þyrlu Landhelgisgæslunnar

Kona féll í hlíðum Ingólfsfjalls þann 27. nóvember sl. Hún var slösuð á baki og var kallað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja hana úr brekkunni og á sjúkrahús í Reykjavík. Á meðan á aðgerðum stóð varð vart við drón á flugi í grend við slysstað, í fráflugshæð þyrlunnar. Þegar björgunaraðgerðum lauk var flygildið elt og haldlagt af flugmönnum LHG sem jafnframt munu hafa tilkynnt flugmálayfirvöldum um alvarlegt flugatvik enda ljóst að flug dróna í kring um þyrluna skapar verulega hættu á slysi ef flygildi lendir í spöðum þyrlunnar.

Sjö slys voru tilkynnt til lögreglunni á Suðurlandi í liðinni viku. Í einu þeirra slasaðist tamningamaður á fæti þegar hestur sló hann illa. Viðkomandi var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrjú slys urðu með þeim hætti að gangandi vegfarandi féll í hálku en engin aðilanna er talinn alvarlega slasaður.

Karlmaður slasaðist 27. nóvember s.l. þegar hann féll af vélsleða í skipulagðri ferð á Mýrdalsjökli. Hann var talinn hafa farið úr axlarlið og var fluttur af jöklinum af ferðaþjónustufyrirtækinu og áfram undir læknishendur með sjúkrabifreið.

Í haust hafa verið haldnar svokallaðar almannavarnarvikur í sveitarfélögum umdæmisins. Í þessum vikum hafa fulltrúar lögreglu unnið með sveitarfélögunum að áhættugreiningu í sveitarfélaginu, gerð áætlunar um langtímaviðbrögð við náttúruhamförum ásamt því að íbúafundir hafa verið haldnir í hverju umdmæmi meðaðkomu sérfræðinga frá Veðurstofu sem frætt hafa íbúa um þá náttúruvá sem helst er þekkt í hverju sveitarfélagi. Stefnt er að því að ljúka þessari vinnu í janúar 2018.

Úr dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.