-5 C
Selfoss
Home Fréttir Starfsfólk FSu prjónar veggrefil

Starfsfólk FSu prjónar veggrefil

0
Starfsfólk FSu prjónar veggrefil
Guðbjörg Dóra Sverrisdóttir og Ágústa Ragnarsdóttir með bút af veggreflinum. Mynd: FSu.

Starfsfólk FSu hefur undanfarið fengist við skemmtilegt prjónaverkefni. Á fundum, á kaffistofunni og jafnvel í vinnuherbergjum kennara má sjá litla garnpoka á víð og dreif ásamt prjónuðum garðaprjónslengjum. Í verkefninu taka þátt kennarar og annað starfsfólk af báðum kynjum. Verkefnið er ekki smátt í sniðum, tæplega tólf fermetra bútaprjóns veggrefill. Myndefni refilsins er íslenskt landslag, jökullinn, fjöllin, móinn, blómin og steinarnir undir bláleitum himninum. Verkefnið er styrk af Ístex og FSu en veg og vanda að hönnun refilsins og útfærslu eiga tveir kennarar skólans þær Ágústa Ragnarsdóttir og Guðbjörg Dóra Sverrisdóttir.