-6.6 C
Selfoss

Margt að gerast í jólamánuðinum í Árborg

Vinsælast

Hið árlega jólaviðburðadagatal Sveitarfélagsins Árborg er komið út á netinu en því verður dreift inn á öll heimili í sveitarfélaginu fljótlega. Í dagatalinu er að finna flesta þá viðburði sem eru í gangi á svæðinu á aðventunni og fram í janúar 2018. Opnun „Jólaglugganna“ er líka að finna í dagatalinu en þeir byrja 1. desember og opnast einn á dag fram að jólum. Börnin geta tekið þátt í jólagátunni með því að prenta út þátttökueyðublaðið af heimasíðu Árborgar (verður líka dreift í grunnskólum). Þau þurfa svo að finna bókstafinn sem er falinn í hverjum glugga.

Í dag föstudaginn 1. desember opnar í Listagjánni í Bókasafninu á Selfossi sýningin „Frummyndir af jólakortum“. Þar verða til sýnis myndir sem Jón Ingi Sigurmundsson hefur teiknað um árabil fyrir Emblurnar á Selfossi. Á sama stað hefjast pakkajól hjá bókasafninu. Jólasýning Byggðasafns Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka hefst laugardaginn 2. desember. Jólabasar kvenfélagsins á Eyrarbakka verður haldinn í samkomuhúsinu Stað sunnudaginn 3. des. Sama dag kl. 18 verður kveikt á jólatrénu á Stokkeyri. Einnig á jólatrénu við Álfastétt á Eyrarbakka. Mánudagsmorgun 4. des. kl. 9:30 verður svo kveikt á jólatrénu við Tryggvatorg á Selfossi.

Miðvikudaginn 6. des. verður bókakynning í Fjölheimum og Upprisukórinn heimsækir Bókasafnið á Selfossi. Jólasýningar fimleikadeildar Umf. Selfoss „Martröð á jólnótt“ verða laugardaginn 9. des. Sama dag koma jólasveinarnir úr Ingólfsfjalli á Tryggvatorg. Um kvöldið verða hátíðartónleikar Eyþórs Inga í Selfosskirkju. Sunnudaginn 10. des. verða aðventutónleikar í Selfosskirkju. Einnig verða aðventuhátíðar í Stokkseyrarkirkju og Eyrarbakkakirkju. Þann 13. des. verða Fiðluenglarnir í Bókasafninu á Selfossi, jólakvöld í leikhúsinu við Sigtún og tónleikar Heru Bjarkar í Selfosskirkju.

Fimleikadeild Umf. Stokkseyrar verður með jólsasýningu í íþróttahúsinu á Stokkseyri 16. des. og á sunnudeginum verður jólastund í Selfosskirkju með Karlakór Selfoss. Fimmtudaginn 21. des. verða árlegir jólatónleikar kvartets Kristjönu Stefánsdóttur í Tryggvaskála. Sérstakur gestur verður Jógvan Hansen. Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka verður á Stað 27. des. og jólaball Kvenfélags Stokkseyrar í íþróttahúsinu á Stokkseyri 30. des. Uppskeruhátíð Íþrótta- og menningarnefndar Árborgar verður haldin í sal FSu 28. des.

Skötuveisla verður í Eldhúsinu 16. des. í umsjá Kiwansiklúbbbsins Búrfells. Þann 23. verða skötuveislur í Tryggvaskála, á Hótel Selfossi, í íþróttahúsinu á Stokkseyri og í Rauða húsinu á Eyrarbakka. Jólasveinarnir hafa í nógu aðsnúast þessar vikurnar enda háannatími hjá þeim. Pakkaþjónusta verður í Tíbrá á íþróttavellinum á Selfossi 23. og 24. des., í húsi björgunarsveitarinnar á Eyrarbakka 23. og 24. des. og í íþróttahúsinu á Stokkseyri 22. des.

Nýjar fréttir