5 C
Selfoss

Safnað fyrir nýjum flygli í Selfosskirkju

Vinsælast

Síðastliðið sumar tók sóknarnefnd Selfosskirkju þá ákvörðun að kaupa nýjan flygil fyrir kirkjuna. Það hafði legið fyrir í nokkur ár að gamli flygillinn væri lélegur og vart boðlegur til undirleiks eða tónleikahalds. Við skoðun á honum í fyrravetur féll sá dómur að hann væri allt að því ónothæfur og að ekki svaraði kostnaði að láta gera hann upp. Nýja hljóðfærið kom í september og er af gerðinni Yamaha C6. Ætlunin er að sóknarnefnd afhendi kirkjunni nýja flygilinn á árlegum aðventutónleikum 10. desember.

Innkoma undanfarinna aðventutónleika hefur runnið í flygilsjóð en það dugir ekki fyrir kaupverðinu. Nokkuð vantar upp á að endar nái saman. Ákveðið hefur verið að bjóða einstaklingum eða félögum að „kaupa” nótu í nýja hlóðfærinu á 15.000 kr. Þessi sala mun fara af stað á tónleikunum 10. desember. Ef salan gengur vel standa vonir til að þannig náist að brúa það bil sem upp á vantar.

Selfosskirkja er helsta tónleikahús bæjarins og því er mikilvægt fyrir tónlistarstarf í bænum að hafa þar gott hljóðfæri. Á hverju ári eru haldnir tugir tónleika í kirkjunni bæði af heimafólki og gestum víða að.  Auk þess gegnir flygill mikilvægu hlutverki við athafnir kirkjunnar.

 

Edit Molnar við nýja flygilinn í Selfosskirkju.

Nýjar fréttir