1.7 C
Selfoss

Samvinna á Suðurlandi um viðarnytjar

Vinsælast

Frá Múlakoti í Fljótshlíð hafa stundum birst fréttir af framkvæmdum við gamla garðinn, sem er 120 ára á þessu ári. Þegar Sjálfseignarstofnuninni um framkvæmdir við endurnýjun gömlu bygginganna og garðsins i Múlakoti var komið á fót, hófst samstarf milli Garðyrkjuskóla LbhÍ á Reykjum í Ölfusi og aðila í Múlakoti um að skólinn hefði aðgang að garðinum sem „lifandi“ kennslustofu. Þetta samstarf er eins og best verður á kosið, allt öðrum vinnubrögðum og hugsun þarf að beita við vinnu i gömlum görðum en nýjum.

Í fyrstu vinnuferð skólans haustið 2015 var hugað að trjágróðri. Reynitrén í garðinum eru orðin háöldruð, þau elstu gróðursett árið 1897, og sum voru orðin hættuleg umhverfinu. Þarna fengu nemendur góða sýnikennslu í hvernig gömul tré eru felld, þannig að ekki stafi hætta af.

Allt nýtilegt timbur var hirt með það í huga að seinna gæfist tækifæri til að vinna úr því.

Ekki reyndist unnt að fletta bolina á Tumastöðum, sem auðvitað hefði verið æskilegt fjarlægðarinnar vegna.

Unnið að grisjun skógar í Múlakoti.

Í sumarferð félags skógareigenda á Suðurlandi 2017 voru skógarbændur á Giljalandi í Skaftártungum heimsótt, þau Þuríður Jónsdóttir og Sigurður Ólafsson. Þau tóku á móti hópnum með kostum og kynjum, sýndu ferðalöngum framkvæmdir á staðnum og það sem margir féllu fyrir, ýmis tæki til viðarvinnslu. Ekki er að orðlengja það að Sigurður var reiðubúinn til að fletta reyniviðarbolunum gömlu frá Múlakoti og gerði það af stakri snilld.

Hugmyndin um húsgagnasmíð hafði fæðst nokkru áður og var fettivinnu hagað með það í huga.

Leit að smiðnum tók nokkurn tíma en hann fannst í Meðallandinu. Skúli Jónsson frá Þykkvabæ galdraði fram ótrúlega skemmtileg garðhúsgögn, þrjú stór borð og viðeigandi bekki, tvö minni og viðeigandi bekki og loks bekk með baki, sem fékk nafnið harmonikkubekkurinn, með Ljósakvöld framtíðarinnar í Múlakotsgarðinum i huga.

Þarna er samvinna fólks úr þrem sýslum Suðurlands, Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslu eins og best getur orðið. Loks er eftir að finna bestu viðarvörnina, en þar koma „sérfræðingar að sunnan“, starfsmenn Málningar hf. til sögunnar.

Nýjar fréttir