2.3 C
Selfoss
Home Fréttir Fyrirmyndardagurinn er í dag

Fyrirmyndardagurinn er í dag

0
Fyrirmyndardagurinn er í dag

Vinnumálastofnun stendur fyrir Fyrirmyndardeginum í þriðja sinn á Suðurlandi í dag föstudaginn 24. nóvember. Upphaflega hugmyndin um þennan sérstaka dag er að írskri fyrirmynd. Þar hafa samtök Atvinnu með stuðningi innleitt Job Shadow dag með góðum árangri.

Markmið dagsins er að fyrirtæki og stofnanir bjóði atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að vera gestastarfsmenn fyrirtækisins í einn dag. Með því fá gestastarfsmenn innsýn í fjölbreytt störf og starfsmenn fyrirtækja kynnast styrkleikum atvinnuleitenda með skerta starfsgetu. Fyrirmyndardagurinn er mikilvægur liður í því að auka möguleika fólks á fjölbreyttri atvinnuþátttöku.

Fyrirtæki á Suðurlandi hafa verið mjög jákvæð um þátttöku og þessi fyrirtæki taka þátt í ár: Prentsmiðjan Eyrún, Eyjafréttir, Langa og Eyjabakarí, Vestamannaeyjum; Sólheimar, Gróðurhúsið Sunna, Verslunin Vala og Mötuneytið Vigdísarhús, Grímsnes- og Grafningshreppi; Vinnumálastofnun Suðurlandi, Dagskráin Selfossi, Vinnueftirlitið, Gullfosskaffi, Sveitarfélagið Árborg og Kotið, Selfossi; Skinney Þinganes, Þorlákshöfn.