3.9 C
Selfoss

Kvenfélag Selfoss gaf Félagi eldri borgara brennsluofn

Vinsælast

Þann 16. nóvember sl. færði Kvenfélag Selfoss Félagi eldri borgara Selfossi brennsluofn að gjöf. Fram kom í ávarpi formanns Kvenfélags Selfoss, Helgu Hallgrímsdóttur, að ákveðið hefði verið á síðasta ári að stærstur hluti hagnaðar af dagbókinni Jóru yrði gefinn til málefna eldri borgara. Einnig kom fram hjá formanni ósk um að brennsluofninn efli frístundastarf eldri borgara.

Dagbókin Jóra er aðalfjáröflunarverkefni Kvenfélags Selfoss. Félagið hefur styrkt ýmis málefni í nærumhverfi sínu. Nefna má Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Vinaminni, Sjóðinn góða og mennta- og menningartengd verkefni.

Áhugasamir geta nálgast dagbókina Jóru hjá stjórn og fjáröflunarnefnd félagsins og í Krónunni á Selfossi í nóvember og fram í desember eftir hádegi á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum, einnig hjá Esther Ragnarsdóttur sími 696 9926 (joraselfoss@gmail.com).

Nýjar fréttir