5 C
Selfoss
Home Fréttir Eldvarnarátak LSS sett í Sunnulækjarskóla

Eldvarnarátak LSS sett í Sunnulækjarskóla

0
Eldvarnarátak LSS sett í Sunnulækjarskóla

Í dag var eldvarnaátak LSS (Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna) opnað á landsvísu við hátíðlega athöfn í Sunnulækjarskóla á Selfossi. Nemendur hófu dagskrána með söngatriði og Stefán Pétursson, formaður LSS, ávarpaði nemendur í 3. og 4. bekk, starfsfólk og gesti og setti átakið formlega. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, ásamt Hauki Grönli, varaslökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu, sáu um eldvarnafræðslu fyrir nemendur 3. bekkjar og slökkviliðsmenn spjölluðu við krakkana sem höfðu frá ýmsu að segja.

Á slaginu kl. 11 fór brunakerfið í gang og þar með rýmingaræfing. Æfingin tókst mjög vel enda eru nemendur og starfsfólk vant slíkum æfingum árlega. Allir nemendurnir, tæplega 670 talsins, voru komnir út úr skólanum á 4 mínútum og búið að fullvissa sig að engan vantaði 5 mínútum síðar. Kalt var úti og vindur en nemendurnir létu það ekki á sig fá og stóðu sig frábærlega. Eftir rýmingaræfinguna hélt skóladagurinn áfram hjá nemendunum og starfsfólk skólans fékk þjálfun í notkun slökkvitækja.

Brunavarnir Árnessýslu, Sjúkraflutningar HSu auk Lögreglunnar á Suðurlandi sýndu búnað sinn fyrir utan skólann og vakti það athygli nemandanna, sérstaklega þeirra yngstu.

Á næstu dögum munu aðrir 3. bekkingar í sýslunni fá heimsókn frá eldvarnaeftirlitsmönnum og fræðslu um eldvarnir.

Myndirnar hér á síðunni sem er frá setningu eldvarnarátaksins í Sunnulækjarskóla uer frá Brunavörnum Árnessýslu.