2.3 C
Selfoss

Færðu nemendum í 1. og 2. bekk endurskinsmerki

Vinsælast

Nú þegar svartasta skamm­deg­ið er skollið á er mikil­vægt fyrir öryggi þeirra sem eru gangandi í umferðinni að bera endurskinsmerki. Slysa­varna­deildin Tryggvi lætur sér öryggis­mál og forvarnastarf varða og í þeim tilgangi færði deildin nem­endum í 1. og 2. bekk í Árborg og Flóahreppi endurskinsmerki að gjöf í síð­ustu viku. Þetta voru alls um 300 merki en skólarnir sem voru heimsóttir eru Sunnu­lækj­ar­skóli, Vallaskóli, Barna­skól­inn á Eyrarbakka og Stokks­eyri og Flóaskóli.

Nýjar fréttir