3.9 C
Selfoss

Þrír slasaðir eftir umferðarslys við Sogsbrú

Vinsælast

Árekstur fólksbifreiðar og sendibifreiðar varð á gatnamótum Biskupstungnabrautar og Grafningsvegar, skammt frá Sogsbrú, um kl. 11 í morgun. Brunavarnir Árnessýslu, lögregla, sjúkraflutningar HSU og þyrla LHG voru kölluð á vettvang og var Biskupstungnabraut lokuð í um einn og hálfan tíma.

Á facebook-síðu lögreglunnar kemur fram að þrír einstaklingar hafi verið fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar af slysavettvangi eftir áreksturinn. Einn þeirra er alvarlega slasaður. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa hefur verið kölluð á vettvang. Umferð var hleypt með stýringu um Biskupstungnabraut. Um kl. 12:30 var opnað fyrir umferð.

 

Nýjar fréttir