Laugdælingar ætla að gera sér glaðan dag laugardaginn 2 .desember næstkomandi en þá verður árleg jólastemning í Laugardalnum þegar Kvenfélagið stendur fyrir sínum árlega markaði ásamt sölu á kaffi, súkkulaði og vöfflum. Að þessu sinni verður kaffisalan og markaðurinn í húsnæði Háskóla Ísland Laugarvatni kl. 13:30–16:00.
Kveikt verður á jólatré í Bjarnalundi kl. 17.00 og börnin syngja jólalög. Í framhaldi af því verður gengið niður að vatni þar sem verður notaleg stund – kertafleyting og Fontana býður uppá heitt súkkulaði o.fl. í anddyri Fontana. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Þeir sem áhuga hafa á að vera með markaðsborð geta pantað þau hjá Þórdísi Pálmadóttur í síma 868 8150 eða fenjar@simnet.is.
Kvenfélag Laugdæla hvetur alla Laugdælinga til að skreyta húsin sín fyrir 2. desember og njóta aðventunnar.