3.9 C
Selfoss

Selfossdeild Jakkafatajóga

Vinsælast

Nú hefur Jakkafatajóga á Selfossi verið starfrækt í rúm tvö ár, en nýlega tók Steinunn Kristín við sem kennari þar. Hún tekur að sér kennslu á Selfossi og nágrenni, en auk þess að sinna Jakkafatajóga þá kennir hún hefðbundna jógatíma í Jógablóminu sem hún rekur ásamt fleiri jógakennurum.

Selfoss fyrst á kortið
Selfoss var fyrsta bæjarfélagið utan Reykjavíkur þar sem var boðið upp á Jakkafatajóga. Það var því raun-eftirspurn frá fyrirtækjum, sem gerði það að verkum að við ákvaðum að eðlilegt væri að opna útibú frá Jakkafatajóga þar.

Hvað er Jakkafatajóga
Í Jakkafatajóga tímum kemur kennarinn til fólks beint á vinnustaðinn og leiðir stuttan jógatíma. Það eina sem til þarf er gott gólfpláss, en hver iðkandi þarf olnbogarými til að framkvæma æfingarnar. Engrar sérstakrar kunnáttu er þörf til að stunda þessa tíma. Nálgunin er fyrst og fremst praktísk. Alltaf er einblínt á æfingar og hreyfingar sem losa um spennu á álagssvæðum. Þeir sem sitja mikið og/eða gera einhæfar hreyfingar yfir daginn njóta góðs af æfingunum og má segja að æfingarnar séu sérsniðnar að þeim hópi. Æfingarnar nýtast hins vegar öllum þeim sem gera þær því alltaf er verið að auka blóðflæði og losa um spennu.

„Markmið okkar með jakkafatajóga er að fá fá góðar æfingar og fræðslu sem henta fólki í kyrrsetu- og streitustarfi. Mikil ánægja er með tímana. Í þeim er farið í gagnlegar æfingar fyrir fólk sem situr mikið í vinnunni og hagnýt ráð fyrir fólk sem vinnur í streituvaldandi starfi. Jógakennarinn okkar vekur athygli okkar á því að hlusta reglulega eftir hvernig okkur líður í líkamanum, kennir okkur góðar æfingar og gefur góð ráð varðandi losun streitu“, segir Kristín Hreinsdóttir, mannauðsstjóri hjá HR.

Selfoss stækkar
Nú eftir að Steinunn tók við á Selfossi hefur verið hægt að fjölga lausum tímum sem hægt er að bóka fyrir fyrirtækjahópa. Núna getur fólk meira að segja bókað tíma fyrir fyrirtækjahópinn sinn á vefnum á heimsíðunni www.jakkafatajoga.is.

Steinunn hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu í jóga. Hún hellti sér út í fræðin á góðæristímum 2007 og þá var ekki aftur snúið. Það sem henni finnst mest heillandi er hversu gott er að nota jógafræðin sem tæki til að dýpa andlegan þroska og lifa daglegu lífi. Steinunn ákvað að venda sínu kvæði i kross árið 2007 og hella sér út í jógakennaranám. Hún skellti sér í 200 tíma Hatha jógakennaranám sem hún nam hjá Ásmundi Gunnlaugssyni. Árið 2015 fór hún svo í meira nám í jóga hjá Kamini Desai frá Amrit Yoga Institute í Florida. Þá lærði Steinunn Jóga Nidra en sá hluti fræðanna heillaði hana mjög mikið. Í framhaldi af þessu námi hóf Steinunn sjálf að kenna jóga og leiða jógatíma. Helstu áherslur í kennslu hjá henni eru að hjálpa fólki að upplifa kyrrð og ná betri ró inn í lífið. Hægt er að lesa meira um Steinunn inni á heimasíðu Jakkafatajóga undir liðnum Teymið. Hafi fólk áhuga á að bóka tíma fyrir fyrirtæki getur það sent póst á Steinunni á steinunn@jakkafatajoga.is eða hringt í 771 3556.

Nýjar fréttir