-4.4 C
Selfoss
Home Fréttir Fimleikafólk frá Selfossi á Norðurlandamóti

Fimleikafólk frá Selfossi á Norðurlandamóti

0
Fimleikafólk frá Selfossi á Norðurlandamóti
F.v.: Margrét, Eysteinn Máni, Aníta Sól, Konráð Oddgeir og Rikharð Atli.

Nokkrir einstklingar frá Selfossi sem æfa og keppa í meistaraflokki með liðum á höfuðborgarsvæðinu kepptu á Norðurlandamótinu í hópfimleikum en mótið fór fram um helgina í Lundi í Svíþjóð.

Aníta Sól Tyrfingsdóttir keppti með kvennaliði Stjörnunnar og varð Norðurlandameistari.

Margrét Lúðvígsdóttir, Konráð Oddgeir Jóhannsson og Eysteinn Máni Oddson kepptu með blönduðu liði Gerplu sem lenti í 4. sæti.

Konráð og Eysteinn kepptu einning með karlaliði Gerplu ásamt Rikharð Atla Oddsyni og lentu þeir i 7. sæti.