4.5 C
Selfoss

Krónan kemur á Hvolsvöll

Vinsælast

Miklar framkvæmdir standa yfir á Hvolsvelli um þess­ar mundir við endur­nýjun á hús­­næðinu að Austurvegi 4 en þar voru í eina tíð höfuðstöðvar Kaup­­fél­ags Rangæinga. Fyrir nokkr­um árum keypti sveitar­félag­ið byggingarnar af Reit­­um ehf. sem höfðu jafnframt yfir­ráða­rétt yfir lóðum í miðbæ Hvols­vallar. Var þar um þriggja hekt­ara svæði að ræða, sem sveit­ar­félagið hefur nú umráða­rétt yfir eins og nær öllu landi þétt­býlisins. Nýverið var skrifað undir 10 ára leigusamning við Festi, eign­­­ar­­aðila Krónunnar, þar sem Festi skuldbindur sig til að reka lágvöruverðsverslun á Hvols­velli.

Í vor verður verslunarhús­næð­­inu við Austurveg breytt úr versl­unarmynstri Kjarvals í Krónuverslun. Einnig er verið að byggja u.þ.b. 200 m² við­bygg­ingu þannig að húsið henti undir nýtt verslunar­mynst­ur. Þetta er kær­komin breyt­­ing á verslunar­háttum í Rangárþingi og víðar.

Nýjar fréttir