3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Veiðimenn almennt til fyrirmyndar

Veiðimenn almennt til fyrirmyndar

0
Veiðimenn almennt til fyrirmyndar

Alls hafði lögreglan á Suðurlandi afskipti af 61 rjúpnaveiðimanni um liðna helgi. Farið var um Fjallabak nyrðra, uppsveitir Árnessýslu og í og við Þjóðgarðinn á Þingvöllum. Voru veiðimenn almennt til fyrirmyndar og með sín leyfi í lagi.

Skotvopn voru haldlögð hjá fjórum veiðimönnum, tveimur þar sem skotvopnaleyfi þeirra voru úr gildi. Hjá öðrum tveimur veiðimönnum voru skotvopn haldlögð þar sem kom í ljós við skoðun að fleiri skot voru í skotgeymi en mega vera við veiðar, en í bæði skiptin voru byssurnar í bifreiðum veiðimanna og skotin í skotgeymi. Einn veiðimaður var svo staðinn að veiðum innan þjóðgarðsmarka Þingvalla. Voru byssa, skotfæri og afli haldlagður. Mikil umferð veiðimanna var um þessi svæði enda veður mjög gott.

Mikilvægt er að veiðimenn gangi úr skugga um að skotvopnaleyfi þeirra séu í gildi, og að þeir séu með útprentuð veiðikort eða veiðikortin vistuð í síma sínum þannig að auðvelt sé að kalla þau fram sé þess óskað.

Úr dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.